11.05.1976
Efri deild: 102. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3992 í B-deild Alþingistíðinda. (3292)

262. mál, Iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til aðildar að Iðnþróunarsjóði fyrir Portúgal til athugunar og hefur orðið sammála um að mæla með að það verði samþ. Það kom fram að menn töldu að vísu að við hefðum ekki yfir fjármagni að ráða til að leggja til slíkra hluta, en með tilliti til þess hve mikið við flytjum af vörum til Portúgals og hvað Portúgal er þýðingarmikið viðskiptaland okkar, þá taldi n. ekki annað fært en að standa að því að Island yrði aðill að þeim Iðnþróunarsjóði sem hér er gert ráð fyrir. Mælir n. því með að frv. verði samþ.