11.05.1976
Sameinað þing: 89. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4017 í B-deild Alþingistíðinda. (3329)

Umræður utan dagskrár

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ástæðan til þess, að ég hef kvatt mér hljóðs utan dagskrár um þingsköp er sú að nú rétt áður en þessi fundur í Sþ. var settur var tveimur hv. þm. í Nd. neitað um orðið til þess að ræða mál sem koma fram utan dagskrár til umr. í hv. Nd. Ég vil þess vegna eindregið beina þeim tilmælum til hæstv. forseta Sþ. að hann geri það sem í hans valdi stendur til þess að hv. þm. sé ekki meinað málfrelsi hér á þingi, hvort sem um er að ræða í d. eða í Sþ. Og mín eindregna beiðni til hæstv. forseta er sú að hv. þm. sé á þennan hátt gert jafnt undir höfði, þeim sé ekki meinað að taka til máls eins og átti sér stað í hv. Nd. nú rétt áðan. Þetta eru mín eindregnu tilmæli til hæstv. forseta.