12.05.1976
Efri deild: 103. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4088 í B-deild Alþingistíðinda. (3372)

261. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. nr. 92 24. des. 1955, um laun starfsmanna ríkisins Til fundar við n. komu þeir Björn Fr. Björnsson sýslumaður, Ásgeir Pétursson sýslumaður og Björn Hermannsson tollstjóri, fulltrúar sýslumanna og bæjarfógeta, og einnig þeir Þorsteinn Geirsson og Árni Kolbeinsson fulltrúar frá fjmrn. N. leggur til, að frv. verði samþykkt, en það mun hafa fallið niður við prentun nál. að Albert Guðmundsson undirritaði nál. með fyrirvara, og það liggur fyrir brtt. frá hv. þm. Albert Guðmundssyni á þskj, 712 sem gerir ráð fyrir viðbót við þetta frv. og mun hann væntanlega gera grein fyrir henni.

Það kom fram, að þetta mál hefur verið alllengi til meðferðar, en er nú liður í samkomulagi við BSRB. Með frv. þessu er lagt til að felld verði niður ákvæði 25, gr. l. nr. 92 1955 sem kveður á um lögbundna þóknun til innheimtumanna ríkissjóðs vegna innheimtu ríkissjóðstekna, en þeim verði í þess stað ákveðin laun fyrir störf þessi með reglugerð er fjmrh. setur.

Það hefur verið gert uppkast að slíkum reglum og þar er gert ráð fyrir því að lítið sem ekkert verði greitt fyrir aðflutningsgjöld. En það hefur verið allmikið greitt fyrir aðflutningsgjöld sem hefur m.a. valdið því að tollstjórinn í Reykjavík hefur fengið óeðlilega há innheimtulaun. Það er einnig gert ráð fyrir að greiða tiltölulega lítið fyrir söluskatt því að hann innheimtist vel, en hins vegar betur fyrir tekju- og eignarskatt og þá með það í huga að innheimtulaun verði fyrst og fremst greidd þegar komið er upp fyrir ákveðið innheimtuhlutfall. En áður mun það hafa verið þannig að innheimtulaunin voru fyrst og fremst greidd af fyrstu innheimtunum. Með þessu er reynt að hvetja til betri innheimtu. Einnig er gert ráð fyrir því að innheimtulaunin miðist að einhverju leyti við hve innheimtuhlutfallið er gott hjá viðkomandi innheimtumanni. Þetta frv. gerir því ekki ráð fyrir því, miðað við það uppkast sem hefur verið gert að reglugerð, að innheimtulaun starfsmanna ríkisins hækki. Það er hins vegar ástæða til þess að ætla að þau lækki eitthvað í heild, en hins vegar dreifist þau mun meir til þessara innheimtumanna. Sá, sem lækkar mest, er fyrst og fremst tollstjórinn í Reykjavik, en hins vegar munu væntanlega hækka allnokkuð minni umdæmi, sem hafa mun minni innheimtu á aðflutningsgjöldum og söluskatti en tollstjórinn í Reykjavík. Jafnframt er þess vænst að þessar breytingar verki sem hvatning á þessa sömu innheimtumenn til að gegna starfi sínu enn betur. Þótt bað sé skoðun mín að slík hvatning ætti ekki að þurfa að vera fyrir hendi, þá virðist bað nú samt vera svo að bað verki mun betur á innheimtuhlutfallið ef slíkur hvati er fyrir hendi.

Fjh: og viðskn, leggur því til að frv. verði samþ., en eins og ég gat um áður undirritaði Albert Guðmundsson nál. með fyrirvara.