12.05.1976
Efri deild: 103. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4094 í B-deild Alþingistíðinda. (3378)

261. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég skal ekki tefja þessar umr. Ég vildi aðeins gera örstutta aths. við það sem hv. þm. Albert Guðmundsson sagði.

Það er nú svo að það verður tíðrætt í þessari d. um stjórnarskrárbrot, og ég skal ekki fullyrða hvort hér er um stjórnarskrárbrot að ræða, en mér þykir það frekar ósennilegt. Ég valdi þessi dæmi sem ég nefndi aðeins vegna þess að ég skildi á hans málflutningi að menn skyldu fá umbun fyrir að innheimta söluskattinn, en ekki fyrir að selja vöruna. Það hlýtur að vera minni vinna að innheimta söluskatt af elnum hlut og einni sölunótu heldur en innheimta söluskatt af hundruðum eða þúsundum sölunótna. Jafnvel þótt hv. þm. hristi höfuðið, þá veit ég að hann veit betur. Það var þess vegna sem ég valdi þessi dæmi. Þess vegna held ég að hann hafi misskilíð mál mitt.