12.05.1976
Neðri deild: 107. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4126 í B-deild Alþingistíðinda. (3446)

222. mál, fjölbýlishús

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Hæstv. forseti. Þetta frv. til l. um fjölbýlishús er samið af n. sem félmrn. skipaði í nóv. 1973 vegna tilmæla Húseigendafélags Reykjavíkur um endurskoðun laga um sameign fjölbýlishúsa. Þrír menn voru í þeirri n. sem samdi frv.: Jón S. Ólafsson skrifstofustjóri í félmrn., formaður, Hrafn Bragason borgardómari og Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður. Þá var samþ. í marsmánuði 1974 að tillögu hv. alþm. Eggerts G. Þorsteinssonar þál. um að fela ríkisstj. að láta athuga um breyt. á lögum um sameign fjölbýlishúsa sem tryggi að í sambýlishúsum verði ekki aðrar íbúðir auglýstar til uppboðs eða aðfarar vegna vangoldinna gjalda en þær, sem eru í skuld hverju sinni, og er 7, gr. þessa frv. samin með tilliti til þessarar ályktunar Alþ.

Þetta frv. hefur legið fyrir hv. Ed. og náð þar samþykki. Ég vísa fyrst og fremst til allítarlegrar grg. um frv., bæði almennrar og athugasemda um einstakar greinar, enn fremur til uppkasts að reglugerð um ákvörðun eignarhluta í fjölbýlishúsi, sem er fskj. 1, og reglugerð um samþykktir fyrir húsfélög, sem er fskj. 2. Ég vil leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og félmn.