13.05.1976
Neðri deild: 108. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4173 í B-deild Alþingistíðinda. (3564)

274. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Sverrir Hermannsson:

Virðulegi forseti. Með vísan til í fyrsta lagi orða hæstv. forsrh., er hann viðhafði í framsögu fyrir frv. þessu, þess efnis, að hann liti svo á að þessi aukningarsjóður, gæti, ef til þyrfti að taka, einnig orðið til uppbyggingar á þéttbýlissvæðum landsins eða hvarvetna á landinu, eins og hann orðaði það nokkurn veginn, og í öðru lagi með vísan til þess að unnið er að og í undirbúningi er á vissum sviðum að Byggðasjóður eða Framkvæmdastofnunin sjálf beiti afli sínu til þess að byggja upp til að mynda fiskiðnað á þéttbýlissvæðunum, sem nýtur ekki betri aðstöðu heldur en fiskiðnaðurinn í öðrum landshlutum, — með vísan til þessa hvors tveggja segi ég nei.