14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4334 í B-deild Alþingistíðinda. (3653)

115. mál, íslensk stafsetning

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Ég vil taka fram áður en atkvgr. hefst að brtt, sú, sem útbýtt var nú og er frá Magnúsi T. Ólafssyni og Ingvari Gíslasyni, var borin fram skriflega s.l. nótt eða öllu heldur árla morguns, um það leyti sem 3. umr. um málið var að ljúka, og fengust ekki afbrigði um till, þá. Brtt. felur einungis í sér atriði sem búið er að greiða atkv. um hér í hv. d. Hún er um að fella niður greinar sem þá voru bornar undir atkv. og samþ. Vegna þess að 3. mgr. 33. gr. þingskapa, sem um þetta fjallar, hefur ævinlega verið túlkuð mjög þröngt hér á hv. Alþ. vil ég þó ekki vísa till. frá, þó að mér finnist hún jaðra við það sem talist getur óþinglegt, heldur vil ég leyfa mér að leita afbrigða d. og leyfis d. til að hún komi til atkv. Mér þykir rétt að d. skeri úr um þetta atriði. (SvH: Má fá að heyra till?) Till., ef hún er ekki komin á borð hv. þm., hljóðar svo, — þetta er í raun og veru fjórar till.:

„1. Við 2, gr. Greinin falli niður.

2. Við 3. gr. Greinin falli niður.

3. Við 4. gr. Greinin falli niður.

4. Við 5. gr. Greinin falli niður.“