14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4337 í B-deild Alþingistíðinda. (3660)

115. mál, íslensk stafsetning

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Þetta er eðlileg fsp. hjá hæstv. ráðh. Ég hef athugað þetta vandlega í samráði við skrifstofustjóra Alþ. og fyrir slíkri meðferð máls eru mörg dæmi í þingsögunni. Svo stóð á í þessu tilviki að óskað var eftir því að leitað væri afbrigða fyrir því að till. mætti koma til umr. og atkvgr. Afbrigði fengust ekki fyrir því að till. kæmi til umr., enda var hún flutt í lok umr. Till. var þess efnis, að það er óumdeilt að í raun var hún til umr. efnislega alla nóttina á öllum næturfundinum. Jafnvel þótt svo hefði ekki verið, þá er það samdóma álit skrifstofustjóra Alþingis, deildarstjóra í skrifstofu Alþingis, Ólafs Ólafssonar og Jóhannesar Halldórssonar, og mitt, það er samdóma álit okkar allra að engu síður hefði forseti haft fulla heimild samkvæmt þingsköpum til þess að fella þann úrskurð sem ég gerði að ljúka umr. Það telst raunar tæpast úrskurður, afbrigði fengust ekki, og þar sem fleiri höfðu ekki kvatt sér hljóðs var umr. lokið. Efnislegri atkvgr. um málið var frestað eins og altitt er á Alþ., og afbrigða var leitað um það hvort umrædd till. mætti koma til atkvgr. Um slíkt eru mörg dæmi í þingsögunni, bæði um fjárlagaafgreiðslu og önnur mál. Ég vænti þess, hæstv. ráðh., að ég hafi með þessu svarað fsp.