14.05.1976
Neðri deild: 110. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4353 í B-deild Alþingistíðinda. (3686)

268. mál, hafnalög

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Virðulegi forseti. Samgn. hefur fjallað um frv. um breyt. á hafnalögum, nr. 45 frá 24. apríl 1973, Frv. þetta lýtur að tveim smávægilegum breytingum á hafnalögum. Önnur breytingin er í því fólgin að innheimt verði gjöld af vörum sem skipað er á land, útskipað eða umskipað utan löggiltra hafnarsvæða og renni gjöldin í Hafnabótasjóð. En hin breytingin fjallar um hækkun á lánsheimild Hafnabótasjóðs sem mun vera full þörf á.

Samgn. hefur skoðað þetta frv. og Leggur til að það verði samþ. með þeirri breytingu sem kemur fram á þskj. 793 í nál., að við 1. gr. frv. bætist ný mgr. svo hljóðandi:

„Ákvæði þessarar gr. ná ekki til skipa undir 30 brúttórúmlestum að stærð þegar um sjávarafla er að ræða.“

Eins og menn geta gert sér í hugarlund þegar þeir fara að hugsa málið, þá er ekki meiningin með þessari brtt. að elta uppi alla smábáta sem landa grásleppu eða öðrum sjávarafla í vörum hér og bar, heldur að ná til hinna stærri skipa. Þess vegna settum við stærðarmörkin við 30 rúmlestir til þess að taka af öll tvímæli í þessu efni. Á þetta féllust allir nm. Að vísu undirrita tveir með fyrirvara, en ég hygg jafnvel að þeir geti fallist á þessa skýringu eða samþykki frv. þegar þeir heyra þessa skýringu. En einn nm. var fjarverandi.