14.05.1976
Efri deild: 112. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4373 í B-deild Alþingistíðinda. (3726)

90. mál, lántökuheimild til eflingar Landhelgisgæslunni

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og fram kemur í aths. þessa frv., þá er leitað eftir staðfestingu á brbl. sem gefin voru út 29. júlí s.l. vegna lántöku þar sem ákveðin voru kaup á gæsluflugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Auk þess var heimiluð með brbl. lántaka vegna endurbóta á varðskipinu Óðni. Við meðferð málsins í hv. Nd. var gerð breyting á frv. þannig að lántökuheimildin var hækkuð úr 450 millj. kr. í 600 millj. eða jafngildi allt að 9 millj. gyllina. Hér er um að ræða lántökuheimild vegna tækjabúnaðar sem siðar koma til og þess vegna talin ástæða til þess að hækka umrædda lántökuheimild.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um málið. Ég leyfi mér að leggja til að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.