14.05.1976
Efri deild: 114. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4379 í B-deild Alþingistíðinda. (3740)

264. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. um meðferð einkamála í héraði. í frv. þessu er ráð fyrir því gert að áður en veitt eru embætti héraðsdómara skuli leita skriflegrar umsagnar n. þriggja manna sem dómsmrh. skipar til þriggja ára í senn. Tilgangurinn með þessu er að skipun í dómaraembætti sé gaumgæfilegra athuguð, áður en hún fer fram, heldur en tíðkast hefur áður.

Nm. voru sammála um að mæla með því að frv. þetta yrði samþ. og læt ég lokið máli mínu þar um.