17.05.1976
Neðri deild: 111. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4413 í B-deild Alþingistíðinda. (3802)

262. mál, Iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal

Frsm. (Gylfi Þ. Gíslason):

Hæstv. forseti. Fjh: og viðskn. mælir einróma með því að frv. þetta verði samþykkt. Hinu 6. nóv. s.l. tók ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, sem Ísland er, eins og kunnugt er, aðili að, þá ákvörðun að koma á fót sérstökum sjóði til aðstoðar Portúgal sem einnig er aðili að EFTA, enda kunnugt að Portúgal á nú við mikla efnahagserfiðleika að etja. Var ákveðið að sjóðurinn skyldi nema jafnvirði 100 millj. Bandaríkjadollurum. Ráð EFTA samþykkti síðan í apríl s.l. reglur fyrir þennan sjóð sem hlotið hefur nafnið Iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal. Framlag Íslands í sjóðinn samkv. þeim reglum á að nema 1% og greiðast á 5 árum, þ.e.a.s. um 35 millj. kr. á ári í 5 ár eða samtals 173.5 millj. kr. Þessi framlög eru ekki óafturkræft framlag, heldur eiga þau að endurgreiðast og munu endurgreiðslurnar hefjast eftir lok 11. starfsárs sjóðsins og verða lokið eigi síðar en í lok 25. starfsársins. Af framlögunum munu fást lágir vextir eða 3% vextir. Ísland mun fá aðild að stjórn sjóðsins og mun viðskrh., eins og eðlilegt er, skipa fulltrúa Íslands í sjóðsstjórnina. — N. mælir sem sagt einróma með því að frv. verði samþykkt.