17.05.1976
Neðri deild: 111. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4425 í B-deild Alþingistíðinda. (3831)

192. mál, jafnrétti kvenna og karla

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ég er sammála því, sem fram kemur í þessu frv., að það sé stefnuyfirlýsing um jafnstöðu karla og kvenna sem þýðir jafnrétti í reynd. þess vegna er ekki nægilegt, að í 1. gr. laganna standi að ætlunin sé að stuðla að jafnrétti kvenna og karla, heldur þarf líka að standa, eins og stendur í frvgr.: „jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum“. Þess vegna segi ég nei við þessari brtt.