17.05.1976
Efri deild: 119. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4484 í B-deild Alþingistíðinda. (3906)

287. mál, vegalög

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Samgn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á vegal., nr. 66 14. júlí 1975. Það kom fram í framsöguræðu hæstv. samgrh. við 1. umr. málsins að n. vinnur nú að endurskoðun vegalaga og næstu vegáætlun má því gera ráð fyrir að verði að afgreiða eftir að breytingar hafa verið gerðar á vegalögum. Það hefur því ekki nema takmarkaðan tilgang og ákaflega erfitt við þær kringumstæður að gera vegáætlun mörg ár fram í tímann. Þess vegna er hér lagt til að komi bráðabirgðaákvæði um það að vegáætlun skuli nú aðeins afgreidd fyrir árið 1976.

N. varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt, en minni hl., Stefán Jónsson, skilar séráliti.