18.05.1976
Sameinað þing: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4517 í B-deild Alþingistíðinda. (4068)

248. mál, samkomulag um takmarkaðar veiðar norskra skipa innan fiskveiðilögsögu Íslands

Frsm. meiri hl. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Utanrmn. hefur fjallað um till. til þál. um staðfestingu á samkomulagi við ríkisstj. Noregs um takmarkaðar veiðar norskra skipa innan fiskveiðilögsögu Íslands, og er meiri hl. því meðmæltur að till. verði samþ., en Gils Guðmundsson mun skila séráliti.

Meiri hl. lítur þannig á, að meginrökin fyrir því að gera umrætt samkomulag séu m.a. fólgin í eftirfarandi: Í fyrsta lagi að í norska samkomulaginu felist viðurkenning norðmanna á 200 mílna útfærslunni sem er okkur íslendingum mjög mikils virði. Í öðru lagi er hér um lítið aflamagn að ræða. Og í þriðja lagi er það stefna núv. ríkisstj. eins og þeirrar fyrri að gera samninga við norðmenn og þróa þá þannig út úr íslenskri fiskveiðilögsögu með friðsamlegum hætti. Ég ítreka það að fyrrv. ríkisstj. gerði samning við norðmenn á sínum tíma, svo sem einnig var gert við færeyinga og Belgíu. Hér er ekki um varhugavert fordæmi að ræða, eins og segir í áliti minni hl. utanrmn., heldur rökrétt framhald af stefnu núv. og fyrrv. ríkisstj.