18.05.1976
Sameinað þing: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4522 í B-deild Alþingistíðinda. (4091)

283. mál, réttindi og skyldur stjórnmálaflokka

Eyjólfur K. Jónsson:

Herra forseti. Eins og frsm. gat um, þá flutti ég snemma á þessu þingi tvö frv. um fjárreiður stjóramálaflokka. Fjallaði annað frv. um það að stjórnmálaflokkar skyldu vera bókhaldsskyldir, en hitt um það að þeir skyldu vera framtalsskyldir, auk þess voru ákvæði sem miðuðu að því að auðvelda stjórnmálaflokkum að afla sér nokkurs fjár til rekstrar síns og var þá höfð hliðsjón af svipuðum reglum um önnur félagasamtök sem leyfi hafa til þess að afla sér fjár þannig að þeir, sem gefa eða styrkja viðkomandi samtök, megi draga fjárframlögin að vissu marki frá skattskyldum tekjum sínum. Þetta ákvæði fól annars vegar í sér að happdrættisvinningar í happdrættum stjórnmálaflokka mættu vera skattfrjálsir, eins og er yfirleitt í öllum óðrum happdráttum, og hins vegar að nokkur fjárhæð, sem rynni til stjórnmálaflokka ýmist sem félagsgjöld, styrkir eða gjafir, mætti vera frádráttarbær.

Þegar ég hvarf af landi brott fyrir tæpum tveim mánuðum gerði ég mér vonir um það að samkomulag mundi nást um að afgreiða þessi frv., en ég taldi ekki unnt að knýja fram samþykkt þeirra. Ég hygg að það þurfi að nást nokkuð almenn samstaða til þess að þetta beri tilætlaðan árangur. Því miður hefur raunin orðið sú að ekki hefur náðst um þetta samstaða, en hins vegar hefur nú verið gert samkomulag um það að flytja þá þáltill sem hér er til umr., og stend ég að því samkomulagi, enda betra en ekkert, þó að vissulega verði nú dráttur á og hann óþarfur og leiður, því að ég ætlaði að meiri hl. Alþ. og jafnvel Alþ. allt væri þeirrar skoðunar að brýna þörf bæri til þess að koma lagi á fjármál stjórnmálaflokka strax. Þetta verður sem sagt ekki gert nú að sinni, en vonandi verður það gert á næsta þingi.