18.05.1976
Neðri deild: 118. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4573 í B-deild Alþingistíðinda. (4165)

251. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Nú þykir mér flest fara úrskeiðis ef þeir ágætu menn, sem unnið hafa í þessu máli drengilega og vel, eru nú búnir að tapa tækjum sínum og koma ekki á framfæri þeim till. sem þeir þurfa á að halda til þess að koma þessu furðulega máli áfram með þeim furðulegu ráðstöfunum sem gerðar ern til þess að gera svo.

Ég var búinn að taka það fram áður í kvöld að ég mundi ekki verða flm. brtt. þótt ég áskildi mér rétt til þess að fylgja þeim ef fram kæmu. En ef þetta, sem mér skilst af máli hv. frsm. n., að línan við friðunarsvæðið við Norðausturland ætti að stefna í réttvísandi austur, en ekki í norðaustur, þá mun ég fylgja þeirri till. þegar hún fram kemur. En ég vænti þess að formaður og aðrir í n. finni tæki sin til þess að koma þessu á framfæri.