18.05.1976
Neðri deild: 119. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4574 í B-deild Alþingistíðinda. (4170)

Starfslok neðri deildar

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Þar sem þetta verður að öllum líkindum seinasti fundur Nd. á þessu þingi, þá vil ég leyfa mér að mæla hér nokkur orð í kveðjuskyni.

Það hefur gengið á ýmsu í störfum okkar eins og títt er, ekki síst á síðustu dögum þings. Ég vil þakka hv. þdm. störf þeirra í þd. Ég vil þakka nefndaformönnum, varaforsetum og skrifurum þingsins. Sömuleiðis vil ég þakka skrifstofustjóra Alþingis, starfsliði skrifstofu og starfsliði þingsins öllu, svo og þingfréttariturum þeirra störf í þágu Alþ. og þessarar d. sérstaklega. Ég læt í ljós þá ósk að hv. þdm. megi hittast hér allir heilir á næsta þingi og óska þeim, sem eiga langan veg heim að fara, góðrar ferðar heim til sín og góðrar heimkomu. Ég þakka síðan öllum hv. þdm. samstarf við mig.