18.05.1976
Sameinað þing: 93. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4591 í B-deild Alþingistíðinda. (4194)

278. mál, bráðabirgðavegáætlun 1976

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Ég vil hefja mál mitt með því að taka undir það, sem kom fram hjá síðasta hv. ræðumanni, að sú stefna, sem hefur verið ríkjandi undanfarin 2– 3 ár og er í vaxandi mæli í vegáætlun, að verja meira og meira af því fjármagni, sem fæst til nýbyggingar vega, í hraðbrautir, er algerlega óbolandi og ég trúi því ekki að hv. Alþ. fallist á þá stefnu ef hún væri skoðuð sem slík rædd og afgreidd hér. Þetta hefur þróast með ýmsum ákvörðunum. T.d. var stórt stökk tekið með samþykkt síðasta Alþ. að taka 2000 millj. kr. happdrættislán til Norður- og Austurvegar sem að sjálfsögðu fellur að verulegu leyti saman við meginhraðbrautakerfi landsins. Ég ætla hins vegar ekki að ræða þetta. Þótt ég vilji taka undir það sem hér hefur verið sagt að þessu leyti, þá stend ég ekki upp til að ræða þetta fyrst og fremst. Ég bind helst vonir við að endurskoðun vegalaga, sem nú er fram undan, lagfæri þetta. Ég hygg að hæstv. ráðh. geri sér fulla grein fyrir því að þessi þróun er fyrir ýmsa landshluta óþolandi og því hefur hann beitt sér fyrir því að vegalög verði endurskoðuð og sú áætlun, sem nú liggur fyrir, aðeins gerð til eins árs. Ég bind vonir við að þar fáist á nauðsynleg leiðrétting. Það má kannske bæta því við, að ef þessi þróun er erfið fyrir Austfirðina, þá er hún öllu erfiðari fyrir Vestfirðina. Ef ég man rétt eru þó Austfirðir með í Norður- og Austurvegi, en Vestfirðir eru það að sjálfsögðu ekki og þeir hljóta 30 millj. af rúmlega milljarði sem á að fara í hraðbrautafé og síðan aðeins sinn hundraðshluta, 16%. af því sem fer í þjóðbrautir og landsbrautir. Ég held því að þessi mynd, þótt í fáum orðum sé upp dregin, hljóti að sýna hvernig þetta þróast fyrir þann landshluta sem ég er fulltrúi fyrir.

En ég stend upp fyrst og fremst til þess að lýsa furðu minni á því sem hér kemur fram um Norðurlandsáætlun og ekki síst í nál. frá meiri hl. fjvn. bar sem segir: „Um hinar einstöku áætlanir, Norðurlandsáætlun og Austurlandsáætlun. er bað að segja að þær ern samkv. till. áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar og hæstv. samgrh.“ Í l. um Framkvæmdastofnun ríkisins, bæði þeim sem áður voru og þeim sem nú hafa verið samþ., segir í 3. gr., 4. lið, með leyfi forseta, um verkefni stjórnar Framkvæmdastofnunar: „að fjalla um og samþykkja allar áætlanir, sem stofnunin gerir, áður en þær eru sendar ríkisstj.“ Um þessa áætlun, sem núna kemur fram, hefur aldrei verið fjallað í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, og ég sé ekki betur en þetta sé hrein lögleysa sem hér kemur fram. Ég ætla að vísu ekki að fara mörgum orðum um þá skiptingu sem þarna er um að ræða, en þó geta þess að ég sit í stjórn Framkvæmdastofnunar, en fékk í hendurnar hér á hv. Alþ. plagg til framkvæmdaráðs og Vegagerðar ríkisins frá áætlanadeild um skiptingu Norðurlandsfjár allt fram til 1979. Í upphaflegu mati á þörf hinna ýmsu byggðarlaga á Norðurlandi var talið að þörf Strandabyggðar væri einhvers staðar á milli 8 og 10% af heildarfjárþörfinni, í þeirri frumáætlun sem kom fram 1973. Síðan hefur þetta smám saman verið endurskoðað og arðsemi reiknuð út af miklu kappi, og það vakti dálitla furðu einu sinni þegar einn hluti af Strandavegi, þ.e. um Prestbakka, var reiknaður í arðsemina 0 — það hlýtur þá að þýða að þann vegarkafla á ekki að leggja, og menn skildu ekki beinlínis hvernig þeir áttu þá að komast norður á Hólmavík. En þannig hefur þetta smám saman verið reiknað niður og í þeirri áætlun, sem nú er búið að útbýta án þess að rædd hafi verið í stjórn stofnunarinnar, er hetta smám saman lækkað til Strandabyggðar úr 20 millj., sem bað var á síðasta ári. niður í 10 nú og síðan 1978 niður í 4 og 1979 niður í 4 milli., þ.e.a.s. rúm 2% af heildarfjármagninu. Ég skal að vísu geta þess að í vetur var útþýtt til stjórnarinnar mjög mikilli skýrslu og þykkri um Norðurlandsáætlun, en henni var aðeins útbýtt og um hana hefur aldrei verið fjallað. Ég hafði hugsað mér að taka þetta mál upp á fundi sem átti að vera í morgun, en honum var frestað til föstudags og til þess gafst þá ekki tækifæri.

Ég vil einnig geta þess að ég hef farið yfir þessa skýrslu og öll þau plögg sem ég hef um Norðurlandsáætlun. Það þarf að gera enn þá ítarlegar áður en þetta verður rætt ef það verður rætt af stjórn Framkvæmdastofnunarinnar, ef það verður einhvern tíma. Ég fæ ekki séð að í þessu mati sé t.d. tekið tillít til þessara 2000 millj. eða þess hluta þar af sem á að fara til Norðurlandsins. Ég ann Norðurlandinu fyllilega að fá verulegt fjármagn í sína miklu vegi, enda hefur ákaflega mikið verið unnið þar upp á síðkastið, eins og í Húnavatnssýslunni, og skulum við allir fagna því. En ég fæ ekki séð að slíkir hlutir séu teknir þarna með. Getur verið að mér hafi yfirsést. En það hlýtur þó, ef þetta er rétt hjá mér, að hafa veruleg áhrif á skiptingu á þessu fjármagni. Og hitt skal ég svo segja, að það er náttúrlega orðið hlægilegt að vera þarna með 175 millj. og 177 millj. í sérstökum áætlunum af 4 milljörðum. Nú veit maður ekki til hvers þetta er, þetta hefur ekkert hækkað og það er kannske langeðlilegast að fella þetta bara inn í hina almennu áætlun. Ég hugsa að það sé það skynsamlegasta. En sem sagt, slík vinnubrögð sem þessi eru að mínu áliti alger lögleysa, og þó að ég ætli ekki að bera hér fram neina brtt.. því að ég veit ekki satt að segja hvernig það verði gert, þá sýnist mér þó að stjórn Framkvæmdastofnunar hljóti að fjalla um þetta, og ef hún kemst að annarri niðurstöðu, þá hlýtur skipting þessa fjármagns að verða önnur en er upplýst í þessu plaggi.