08.12.1975
Efri deild: 19. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1001 í B-deild Alþingistíðinda. (649)

53. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég vil þakka sérstaklega hv. form. félmn. fyrir það að þessar breyt. skyldu vera teknar inn. Það var mjög gott. Þær rýmkuðu þetta á engan hátt, en í aths. við lagafrv. er vikið að sumu af þessu. Ég benti á það við 1. umr. að mér þætti réttara að hafa þetta í upptalningu í sjálfri gr., og þar var aðeins eitt atriði, sem ég var með, örlítið öðruvísi, þ, e. a, s. í stað þess að nú stendur þarna til námsmanna, þá var ég með aðila, sem eru að hefja nám. Ég tel þetta ákvæði, námsmannaákvæðið almennt, eins og það er komið inn þarna núna, fullnægjandi fyrir þá aðila sem ég ber þarna fyrir brjósti. Ég tel sem sagt að í trausti þessa námsmannaákvæðis geti aðilar, sem hyggjast hefja nám og hafa þær ástæður sem um getur í frv., þ. e. a. s. ef högum umsækjanda er þannig háttað að brýna nauðsyn beri til að leyfa endurgreiðslu, þá geti sá aðili hafið sitt nám og notið síðan þessa réttar ef þessar ástæður eru fullnægjandi.

Það er rétt, eins og kom fram hjá hv. frsm., form, n., að námsmannaákvæðið er þarna inni og getur kannske verið nokkuð rúmt. Það kann að vera. En ég hygg að sanngjarnt sé að hafa þá hér með almennt og því styð ég frv. í þessari mynd einmitt með tilliti til þess, að þessir aðilar, aðilar sem eru að hefja nám, hljóti að falla undir þetta.