20.10.1975
Sameinað þing: 4. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Tómas Árnason) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Sigurðar Björgvinssonar bónda á Neistastöðum í Villingaholtshreppi, sem er 2. varþm. Alþb. í Suðurlandskjördæmi. N. hefur ekkert athugavert séð við kjörbréfið og leggur til shlj., að það verði samþ. og kosning Sigurðar Björgvinssonar tekin gild.