10.12.1975
Neðri deild: 26. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1053 í B-deild Alþingistíðinda. (724)

53. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Forseti:

(Ragnhildur Helgadóttir): Hæstv. félmrh. er ekki í húsinu og hefur boðað að hann hafi ekki tök á að koma strax á fundinn eða í tæka tið. Hann óskaði hins vegar að reynt yrði að koma máli þessu til n. En ef hv. þm. óskar eftir frestun á málinu um stund, þá sé ég ekki ástæðu til annars en að verða við því og fresta þá dagskrármálinu þar til síðar á fundinum ef þess er óskað.