10.12.1975
Neðri deild: 26. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1077 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

19. mál, innheimta gjalda með viðauka

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Hæstv. forseti. Á þskj. 22 er flutt frv. til l. um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka, eins og þar segir, 140%. Þetta frv. er áður kunnugt og hefur verið flutt á nokkrum undanförnum þingum og ekki verið talin ástæða til að festa umrædda gjaldaviðauka, hins vegar leitað heimildar á hverju þingi til þess að innheimta þessi ákveðnu gjöld með þessum gjaldaviðauka.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um málið, það er áður kunnugt. Ég legg til að að lokinni 1. umr. verði því vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.