11.12.1975
Efri deild: 23. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

57. mál, eignarnámsheimild Ness í Norðfirði

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. um þetta mál, en hér kemur fram í grg. að bæjarstjórn hefur gert ítrekaðar, en árangurslausar tilraunir til þess að fá umrætt land keypt með frjálsum samningum. Ég held að það fari ekki fram hjá neinum að hér er verið að taka af fólki með eignarnámsheimild, sem sagt valdi, eign sem það vill ekki láta af hendi. Ég skal ekki segja hvort það er réttlætanlegt í þessu tilfelli eða ekki, en ég hefði gjarnan viljað sjá hér í nál. eitthvað frá umræddum eigendum. Ég harma það að slíkar aðfarir skuli eiga sér stað án þess að álit eigendanna komi fram. Ég mótmæli því.