12.12.1975
Efri deild: 25. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í B-deild Alþingistíðinda. (824)

100. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið frv. til l. um breyt. á l. nr. 68 frá 15. júní 1971, um tekjuskatt og eignarskatt, til athugunar og rætt frv. á tveim fundum. Ráðuneytisstjóri fjmrn. og fulltrúi Þjóðhagsstofnunar komu á fundi nefndarinnar og skýrðu ýmis atriði og svöruðu fsp. nm. Meiri hl. n. mælir með samþykkt þessa frv., en minni hl. skilar séráliti.

Í frv. til fjárlaga fyrir árið 1.976 segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Tekjur af eignarsköttum eru áætlaðar 1 milljarður 22 millj. eða um 524 millj. kr. meiri en í fjári. 1975. Meginástæðan er sú að gert er ráð fyrir að fasteignamat verði fært fram til núv. verðlags á þessu ári, en fasteignamat til eignarskatts hefur verið óbreytt síðan nýtt fasteignamat tók gildi við álagningu 1972. Ekki liggur enn fyrir hve mikið fasteignamat mun hækka að meðaltali, en þó er ljóst að það mun a. m. k. þrefaldast. Að óbreyttum reglum um skattfrjálsa eign og skattþrep við álagningu eignarskatts einstaklinga mætti búast við enn meiri hækkun eignarskatts. Við þessa hækkun fasteignamats verður nauðsynlegt að taka álagningu eignarskatts til endurskoðunar, sérstaklega hvað snertir skattfrjálsa eign og skattþrep, og eru þessi atriði nú til athugunar. Rétt þykir að gera þegar í fjárlagafrv. ráð fyrir hækkun eignarskatts vegna þessara breytinga þótt endanleg ákvörðun í þessu máli liggi ekki fyrir. Álagður eignarskattur 1975 nemur 487 millj. kr., en á næsta ári er hér reiknað með rúmlega 1100 millj. kr. álagningu að meðtalinni aukningu eignarstofns og áhrifum annarra verðbreytinga en hækkunar fasteignamats. Á grundvelli þessa er innheimtur eignarskattur einstaklinga áætlaður 492 millj. kr. á næsta ári og eignarskattur félaga 460 millj. kr. Byggingarsjóðsgjald af eignarskatti er áætlað 9.5 millj. kr.“

Hér hefur verið lagt fram frv. til l. um fasteignir og fasteignamat sem gerir ráð fyrir hækkun á fasteignamati, en það frv. hefur ekki verið tekið til meðferðar. Í þess stað er lagt til í nefndu frv. um breyt. á lögum um tekjuskatt og eignarskatt að fasteignamat verði margfaldað með 2.7 og skattfrjáls skattgjaldseign hækkuð úr 1 millj. í 2 millj. kr. Þessi breyting er því til bráðabirgða og fellur væntanlega úr gildi ef umrætt frv., sem hér hefur verið lagt fram, nær fram að ganga.

Nefndin fékk fulltrúa frá Þjóðhagsstofnun til þess að útskýra ýmis atriði varðandi þetta frv., og fengum við frá Þjóðhagsstofnun nokkur atriði á blaði sem ég ætla að vitna hér í, með leyfi hæstv. forseta. Þar segir m. a.:

Brúttóeign til skatts 1975 var um 113 milljarðar kr., en nettóeign, þ. e. a. s. skattgjaldseign, um 75 milljarðar kr. Ekki liggja fyrir tölur um hlutdeild fasteigna í eignarstofninum, en lauslega má áætla þær 50–55 milljarða kr. á gildandi mati. Athugun hefur verið gerð á því hvaða áhrif 2.7-földun fasteignamats ásamt breytingum á stiga samkv. frv. til l. um breyt. á l. um tekju- og eignarskatt, þ. e. a. s. enginn skattur af fyrstu 2 millj. skattgjaldseignar, 0.6% af næstu 1.5 mill.j. kr. og 1% skattur þar fyrir ofan, muni hafa á áhrif eignarskatts. Er athugun þessi byggð á úrtaki úr skattaframtölum 1975 og ákveðnum forsendum um hlut fasteigna í eignum og dreifingu þeirra, þar sem nákvæmar upplýsingar um það eru ekki fyrir hendi. Niðurstaðan er sú, að álagður eignarskattur einstaklinga muni tvöfaldast við þessa breytingu, þ. e. verða 520 millj. kr. samanborið við 260 millj. kr. 1975. Að teknu tilliti til eignaaukningar og verðbreytinga á öðrum eignum en fasteignum lætur nærri að reikna megi með 580–600 millj. kr. álögðum eignarskatti einstaklinga 1976.

Á árinu 1975 var lagður eignarskattur á 25 450 einstaklinga, en til samanburðar má nefna að á árinu 1972 var lagður eignarskattur á 17 700 einstaklinga. Ekki er unnt að áætla af nákvæmni hvaða áhrif ofangreindar breytingar á fasteignamati og skattstiga eignarskatts hafa á fjölda gjaldenda, en þau eru sennilega óveruleg og gætu alveg eins verið til fækkunar eins og fjölgunar. Álagður eignarskattur félaga var 230 millj. kr. í ár og í fjárlagafrv. er reiknað með nær 550 millj. kr. álagningu 1976. Lausleg athugun, aðallega byggð á gögnum frá árinu 1972 með áætluðum breytingum síðan, bendir til þess að með 2.7-földun fasteignamats megi búast við svipaðri álagningu og reiknað var með í fjárlagafrv.

Við fengum einnig upplýsingar um áætlaðan eignarskatt og þróun hans undanfarin ár, en þar kemur í ljós að 17 700 einstaklingar greiddu árið 1912 124 millj. kr., 20400 einstaklingar greiddu árið 1973 225 millj. kr., en þess ber að geta að viðlagagjald var innifalið í þeirri upphæð, 1974 greiddu 22 450 einstaklingar 200 millj. kr., 1975 greiddu 25 450 einstaklingar 262 millj. kr., og áætlað er að 24–26 þús. einstaklingar greiði 580 millj. kr. árið 1976. Þessar tölur um fjölda eru ekki nákvæmar og getur orðið breyting á þeim vegna eignaaukningar eða annars.

Varðandi félög er það að segja að á árinu 1972 greiddu 2900 félög 169 millj. kr. í eignarskatt, á árinu 1973 greiddu 3100 félög 216 millj. í eignarskatt, á árinu 1914 greiddu 3240 félög 202 millj. í eignarskatt, á árinu 1975 greiddu 3380 félög 230 millj. í eignarskatt og áætlað er að um það bil 3500 félög greiði 550 millj. á árinu 1976.

Þessar breytingar, sem hér er gert ráð fyrir, gera það að verkum, eins og ég hef skýrt frá, að eignarskattur hækkar allverulega, í fyrsta lagi vegna almennra verðbreytinga eigna og í öðru lagi vegna þess að frv. gerir ráð fyrir 170% hækkun á fasteignamatsverði fasteigna áður en eignarskattur er lagður á. Hækkun á verði fasteigna hefur að sjálfsögðu ekki orðið svo á þessu ári, en þess ber að geta að hér hefur verið óbreytt mat frá árinu 1972. En á móti því kemur hækkun á skattfrjálsri eign um 100% eða úr 1 millj. í 2 millj.

Á s. l. ári voru um það bil 103 þús. framteljendur í landinu og þar af voru 70 þús. framteljendur sem eiga einhverja eign. Um það bil 25 500 einstaklingar greiddu eignarskatt, en um það bil 43 500 greiddu ekki eignarskatt. Þessar breytingar munu hafa það í för með sér að gjaldendum mun sennilega lítið fjölga. Einhverjir falla út þar sem skattfrjáls eign er aukin, en einhverjir koma inn í staðinn þar sem fasteignamatsverð skal margfaldað með 2.7.

Ég vil að lokum, herra forseti, endurtaka það að hér er um ákvæði til bráðabirgða að ræða eða þar til ný lög, sem hafa komið fram í frumvarpsformi, hafa verið samþykkt, og er ætlunin að þessi ákvæði gildi þar til. En meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt.