12.12.1975
Efri deild: 25. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (836)

110. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Fram. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til athugunar frv. til l. um aukatekjur ríkissjóðs og hefur orðið sammála um að mæla með því að það verði samþ.

Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þetta frv. Hæstv. fjmrh. gerði það í sinni framsögu. En það þarf ekki að segja hv. þm. að það hafa orðið mjög stórfelldar breytingar á verðlagi og kaupgjaldi hér á landi á undanförnum árum og þetta hefur skapað mikið misræmi milli gjaldtöku einstakra gjalda, sem eru nefnd í þessu frv., og þess kostnaðar sem hlýst af því að innheimta þessi gjöld og veita þá þjónustu sem liggur þeim að baki.

N. mælir eindregið með því að frv. verði samþykkt.