12.12.1975
Neðri deild: 29. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1171 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

89. mál, vörugjald

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseli. Fjh.- og viðskn. hefur rætt þetta frv., en varð ekki sammála um afgreiðslu þess. Álit meiri hl., fulltrúa stjórnarflokkanna, er á þskj. 150 og leggjum við þar til að frv. verði samþykkt. Minni hl., hv. þm. Lúðvík Jósepsson og Gylfi Þ. Gíslason, skilar sérálitum.

Hér er um að ræða frv. til staðfestingar á brbl. sem sett voru 16. júlí í sumar um sérstakt tímabundið vörugjald. Til þess var nauðsyn vegna þess að ekki reyndist unnt að lækka ríkisútgjöld að því marki sem Alþ. hafði heimilað, auk þess sem ríkissjóður þurfti að taka á sig auknar skuldbindingar vegna kjara- og verðlagsmála.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta mál frekar, en vísa til álits meiri hl. n. sem leggur til að frv. verði samþykkt.