12.12.1975
Neðri deild: 29. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1179 í B-deild Alþingistíðinda. (877)

97. mál, kaupstaðarréttindi til handa Njarðvíkurhreppi

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af þm. Reykjan. sem sitja í hv. Ed., og frá þeirri d., þar sem það hefur verið samþ. er frv. komið hingað. Þetta frv. er samhljóða þeim frv. um kaupstaðarréttindi, sem samþ. voru á hv. Alþ. á síðasta ári, og samhljóða því frv. sem nú er til meðferðar í þinginu. Ástæður fyrir flutningi þessa frv. eru þær hinar sömu, eða eins og nefnt er í grg. með þessu frv. aukið sjálfstæði til handa sveitarfélaginu, einfaldari stjórnsýsla, bætt þjónusta hins opinbera o. s. frv. Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta, en legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. félmn.