21.10.1975
Sameinað þing: 5. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í B-deild Alþingistíðinda. (92)

11. mál, dagvistunarheimili

Vilborg Harðardóttir:

Hv. þm. Aðeins smáathugasemd. Það er mikið talað um kvennaárið og þetta sé réttindamál kvenna. Mig langar að leiðrétta þann misskilning. Hér er um að ræða jafnréttismál barna. Það er réttindamál allra foreldra að koma börnum sínum á barnaheimili og það er fyrst og fremst jafnréttismál barna að þau eigi öll sama aðgang að barnaheimilum. Þetta vil ég biðja hv. þm. að taka til athugunar.