17.12.1975
Efri deild: 31. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1306 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

95. mál, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Frsm. (Oddur Ólafsson) :

Herra forseti. Heilbr.- og trn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. nr. 47 frá 28. apríl 1967, um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Eins og hæstv. heilbr.- og trmrh. gat um við framsögu við 1. umr. frv., þá fjallar það aðallega um úrbætur á ýmsum ágöllum og vafaatriðum sem upp hafa komið síðan lögin um Samábyrgðina voru endurskoðuð síðast, en einnig um samræmingu til samræmis við nýju lögin um vátryggingarstarfsemi og ýmsar aðrar lagasetningar sem hafa snert starfsemi Samábyrgðar. Nefndin fékk á sinn fund forstjóra Samábyrgðarinnar, formann þeirrar nefndar, sem útbjó frv., og enn fremur fulltrúa frá Tryggingaeftirlitinu. Öllum þessum aðilum bar saman um, að frv. væri til bóta, og höfðu ekkert við það að athuga í því formi sem það nú liggur fyrir. Nefndin varð því sammála um að mæla með því að frv. yrði samþ. óbreytt.