17.12.1976
Neðri deild: 28. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1416 í B-deild Alþingistíðinda. (1033)

122. mál, stimpilgjald

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Virðulegi forseti. Það frv. til l., sem hér liggur fyrir um breyt. á l. nr. 75/1921, um stimpilgjald, er flutt í tengslum við hækkað fasteignamat, eins og það frv. sem ég mælti fyrir áðan, um breyt. á lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þessi tvö frv. fylgjast að vegna breytinga á fasteignamatinn, og varðandi þetta frv. um breytingu á lögum um stimpilgjald get ég vísað til þeirra almennu aths. sem raktar voru hér áðan um frv. til l. um breyt. á l. um aukatekjur ríkissjóðs. Varðandi það, hve mikil þessi hækkun stimpilgjaldsins verður í einstökum tilvikum, vísast einnig til þess sem sagt var hér á undan. Að öðru leyti þarfnast þetta frv. ekki skýringa.

Ég leyfi mér, virðulegi forseti, að leggja til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.