20.12.1976
Efri deild: 32. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1462 í B-deild Alþingistíðinda. (1123)

136. mál, almannatryggingar

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Að fengnum þeim upplýsingum, sem hafa komið fram á þessum fundi, að þau sjúkrasamlög, sem kunna að hagnast á þessari breytingu, verði látin greiða það sem önnur kunna að tapa vegna hennar, vil ég að það komi fram að samþykki mitt við brtt., sem hér liggur fyrir við frv. til l. um breyt. á lögum nr. 67 20. apríl 1971, um almannatryggingar, var háð því skilyrði og háð þeim upplýsingum sem þar komu fram við fyrirspurninni, að þetta kæmi ekki illa út fyrir Reykjavíkurborg. Ég mun samþ. þetta frv. á þeim forsendum, og afstaða mín er byggð á þeim upplýsingum sem ég tel áreiðanlegar og fram komu á nefndarfundunum. Ég segi já.