25.01.1977
Sameinað þing: 41. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1627 í B-deild Alþingistíðinda. (1309)

9. mál, bann við að opinberir stafsmenn veiti umtalsverðum gjöfum viðtöku

Páll Pétursson:

Herra forseti. Upplýsingar hv. þm. hafa glatt mig ákaflega. Að vísu legg ég ekki að jöfnu símareikninga og NATO-ferðir. En allt um það fagna ég þeim upplýsingum sem fram komu, og það er gott að hann hefur hreina samvisku, enda þarf hann á því að halda eins og við allir — og hann kannske ekki síður en við hinir, vegna þess að hann er maður réttlátastur eða næstréttlátastur í salnum virðist mér í fljótu bragði. Ég hefði þó glaðst enn meir ef hann hefði nú tekið afdráttarlausar undir málaleitan mína um að taka nú saman höndum við mig um að koma hernum burt frá Keflavík.