25.10.1976
Sameinað þing: 8. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (133)

Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Umræðan skiptist í tvær umferðir, þannig, að í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund og Fulltrúar annarra þingflokka en forsrh. 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver þingflokkur 10 mínútur til umráða. Röð flokkanna verður þessi: Í fyrri umferð: Sjálfstfl., Alþb., Framsfl., Alþfl. og SF. Í síðari umferð: Framsfl., Alþb., SF., Sjálfstfl. og Alþfl. Ræðumenn auk forsrh. verða þessir: Af hálfu Sjálfstfl. talar Matthías Bjarnason sjútvrh. í síðari umferð. Af hálfu Alþb. talar Ragnar Arnalds, 5. þm. Norðurl. v., í fyrri umferð og Gils Guðmundsson, 3. þm. Reykn., í síðari umferð. Af hálfu Framsfl. talar Tómas Árnason, 4. þm. Austf., í fyrri umferð og Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e., í síðari umferð. Af hálfu Alþfl. talar Benedikt Gröndal, 2. landsk. þm., í fyrri umferð og Gylfi Þ. Gíslason, 9. þm. Reykv., í síðari umferð. Fyrir SF talar Karvel Pálmason, 5. þm. Vestf., í fyrri umferð og Magnús T. Ólafsson, 3. landsk. þm., í síðari umferð.

Hefst þá umræðan og tekur hæstv. forsrh., Geir Hallgrímsson, til máls.