26.10.1976
Sameinað þing: 10. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

28. mál, samkomulag um veiðar breskra togara

Lúðvík Jósepsson:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að óska eftir því að hæstv. forseti fresti þessari umr. Það er þegar rétt komið að þeim tímamörkum að eðlilegt er að slita fundi. Það hefur komið fram í þessum umr. að þeir, sem þátt hafa tekið í þeim, hafa ekki allir getað mætt hér, m.a. formaður Alþfl., og ég tel að m.a. hafi nú komið fram í ræðu hæstv. utanrrh. allmikill misskilningur á því sem hv. 2. landsk. þm., form. Alþfl. sagði hér. Það er a.m.k. mín skoðun, að ég tel alveg vist að hann hefði talið þörf á því að kveðja sér hljóðs hér á nýjan leik og taka frekar þátt í þessum umr.

Ég hafði hugsað mér og tel í rauninni óhjákvæmilegt að tala hér miklu lengri tíma en þær fáu mínútur sem nú eru eftir til kl. 7. Að sjálfsögðu get ég flutt mitt mál ef hæstv. forseti óskar eftir því. En sem sagt, ég fer fram á það að forseti fallist á að fresta þessum umr. eins og nú standa sakir og taka þær upp á nýjum fundi, og mundi ég þá hefja ræðu mína þá.