03.03.1977
Sameinað þing: 59. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2403 í B-deild Alþingistíðinda. (1794)

65. mál, tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna og persónulega hagi

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Skýringin á því, að enn hefur ekki verið fastmótuð stefna eða fastmótaðar reglur settar varðandi þennan tölvubanka rannsóknarlögreglunnar, er sú, að ríkisrannsóknarlögreglustjóri tók fyrst við embætti frá og með 1. þ. m., en ég tel eðlilegt og sjálfsagt að það verði hann fyrst og fremst sem hefur hönd í bagga um að móta þessar reglur.