08.03.1977
Sameinað þing: 60. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2461 í B-deild Alþingistíðinda. (1844)

257. mál, endurskoðun á lögum um hlutafélög

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Þetta frv. er geysilega langur bálkur og geymir mörg nýmæli frá núgildandi lögum. Ég hef nú ekki efni frv. alveg í huga, en það atriði, sem hv. þm. Benedikt Gröndal spurði um, er þess eðlis að ég hygg að ég mundi muna það, ef það væru sérstök ákvæði um það í frv. Ég verð að segja það með öllum fyrirvara, að ég minnist þess ekki að sérstök ákvæði séu um þetta í þessu frv., enda verður náttúrlega að hafa í huga að hlutafélög geta verið ákaflega margs konar. Þess vegna getur verið spurning um það, hvort ákvæði um það efni eigi heima í lögum um hlutafélög eða hvort ekki sé eðlilegra að setja sérlög um slíkt efni.