21.03.1977
Neðri deild: 61. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2732 í B-deild Alþingistíðinda. (2038)

194. mál, atvinnuleysistryggingar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Vegna ummæla hv. 5. landsk. um boðun þm. á þennan fund, þá vil ég taka það fram, að ég tel að það sé algjörlega á einkaábyrgð hvers þm. hvort hann fylgist með þingfundum og þingfundafrestun. Það var boðað af forseta í dag að fundi væri frestað til kl. 9, og ég tel að það hafi verið fullkomlega eðlileg boðun.