28.10.1976
Sameinað þing: 11. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í B-deild Alþingistíðinda. (208)

Umræður utan dagskrár

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Fyrst og fremst er það til þess að það komi mjög skýrt fram, að ég ætlaði mér ekki að sveigja að Val Arnþórssyni úr þessum ræðustól, þar sem hann er hvergi nærri og hefur ekki aðstöðu til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Við hann mun ég ræða þetta mál þar sem bann á slíks kost. Að honum var ekki sveigt. Ég spurði um hlutdeild Val Arnþórssonar í þeim könnunarviðræðum sem hafa átt sér stað við Norsk Hydro. Mér var ljóst að hann fékk þarna plögg í hendurnar sem forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Mér er það einnig ljóst, að ákveðnir aðilar þar norður frá hafa átt beina aðild að þeim viðræðum sem farið hafa fram við Norsk Hydro, og vænti þess nú, var að fiska eftir því að fá þessar upplýsingar hérna, eiginlega uppásnúningalaust. En tími mun gefast til þess að ræða þessi mál nánar, eins og forseti hefur heitið okkur, við framhald þessarar umr. og ég þakka honum umburðarlyndið.