23.03.1977
Neðri deild: 62. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2805 í B-deild Alþingistíðinda. (2085)

176. mál, brunavarnir og brunamál

Frsm. (Gunnlaugur Finnsson) :

Herra forseti. N. fékk þetta frv. til meðferðar og var sammála um að mæla með því að frv. yrði samþykkt sem lög.

Það kom fram í spjalli n. að það er vissulega þörf á því, svo sem frsm. og flm. frv. minntist á þegar hann talaði fyrir málinu, að það yrði könnuð íslensk löggjöf í heild og unnið markvisst að því að fella hin ýmsu lög að nútímalegri hugsunarhætti varðandi stöðu kvenna í þjóðfélaginu. En n. gerði engar sérstakar till. eða ábendingar í því efni, en vill koma því eigi að síður á framfæri.

M. ö. o., herra forseti : n. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt.