28.03.1977
Sameinað þing: 69. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2954 í B-deild Alþingistíðinda. (2138)

162. mál, vegáætlun 1977-1980

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Hv. 5. þm. Vestf. bar brigður á þær prósentutölur sem ég nefndi. Og hann las upp tölur í því sambandi. Þær tölur voru réttar. Það voru tölurnar yfir fjárveitingar til Vestfjarða. En hann las ekki upp tölur sem eru heildartölur fjárveitinga í landinu. Hv. þm. virðist ekki skilja hvernig þessar prósenttölur eru fundnar. Og meðan hv. 5. þm. Vestf. skilur ekki prósentureikning, þá held ég að það sé ástæðulaust að fjölyrða frekar um þetta.