29.03.1977
Sameinað þing: 72. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3028 í B-deild Alþingistíðinda. (2191)

189. mál, launakjör hreppstjóra

Flm. (Steingrímur Hermannsson) :

Ég vil aðeins leyfa mér að þakka hv. 4. þm. Vesturl. fyrir góðar undirtektir. Ég veit að hann þekkir þessi mál manna best af löngum starfsferli sínum, og ég vil segja það, að ef það hefur ekki komið nógu greinilega fram hjá mér, þá átti ég einmitt við það í þeim orðum sem ég sagði m. a., að starfsemi hreppstjóra er mjög breytileg eftir sveitarfélögum og þarf að ákveða kjör þeirra með tilliti til þess. Og einnig er það rétt sem hv. þm. sagði, að að sjálfsögðu þarf þá að skilgreina betur en gert er starfssvið þeirra.

Ég vil svo spyrja hv. þm. að því, hvort hann vilji ekki hugleiða að flytja brtt. við þessa till. mína í þá átt sem hann nefndi. Ég tek það fram, að ég mun taka öllum ábendingum vel í því sambandi.