29.10.1976
Sameinað þing: 12. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

28. mál, samkomulag um veiðar breskra togara

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Enn þá einu sinni verð ég að koma hingað í þennan ræðustól til þess að bera það til baka að viðræður við Efnahagsbandalagið hafi verið ákveðnar milli okkar og þeirra, hvort heldur sem er 3. nóv. eða eitthvað annað. Þeir kunna að hafa á sinni stefnuskrá að fara fram á slíkar viðræður, en þeir hafa hingað til ekki gert það og þar af leiðandi höfum við ekki samþykkt það.

Ég ætla ekki að lengja þessar umr. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að endurtaka neitt af því, sem ég hef áður sagt um þessi mál, og læt því máli mínu lokið.