19.04.1977
Sameinað þing: 76. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3303 í B-deild Alþingistíðinda. (2337)

202. mál, sykurhreinsunarstöð

Fyrirspyrjandi (Þórarinn Sigurjónsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram fsp. til iðnrh. á þskj. 404 um sykurhreinsunarstöð. Á síðasta þingi var samþykkt þáltill. sem ég flutti á því þingi um hagkvæmni þess að reisa og reka hér á landi sykurhreinsunarstöð. Er nú lið­ið eitt ár síðan þessi þal. var samþ. á þinginu, og eins og þá kom fram var málið rætt í n. og lagt til að það yrði athugað enn frekar, og gaf ýmislegt tilefni til þess að athuga gaum­gæfilega hagkvæmni þess að flytja þennan iðn­að inn í landið og fullhreinsa innanlands sykurinn sem notaður er innanlands. Vil ég því beina þeirri fsp. til iðnrh., hvað þessu máli líði og þeirri athugun sem hér um ræðir.