20.04.1977
Sameinað þing: 78. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3388 í B-deild Alþingistíðinda. (2389)

220. mál, skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Fyrst almenn­ar umr. hafa hafist um þessa till. tel ég rétt að það komi fram, að ég fyrir mitt leyti er tillgr. fylgjandi og mun greiða henni atkv.

Ég tel það hafa verið ágæta hugmynd að gefa úr þjóðhátíðarmynt í tilefni af 1100 ára búsetu Íslandi 1974 og tel framkvæmd málsins hafa tekist vel.

Ég tel þau ákvæði í tillögum að skipulagsskrá, sem kveða á um markmið sjóðsins, vera skynsamleg. Það segir að tilgangur sjóðsins eigi að vera að veita styrki til stofnana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Þetta er verðugt verkefni fyrir þennan sjóð sem orðinn er til með þessum hætti. Þar segir enn fremur að fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skuli renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs og að ann­ar fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skuli renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Eru þetta hvort tveggja mik­il nauðsynjamál.

Að öðru leyti á stjórn sjóðsins að úthluta ráð­stöfunarfénu hverju sinni í samræmi við megintilgang sjóðsins.

Erindi mitt var það eitt að láta koma fram, að ég er fylgjandi tillgr. og mun greiða henni atkvæði.