28.04.1977
Efri deild: 67. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3863 í B-deild Alþingistíðinda. (2820)

208. mál, byggingarlög

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Í upphaflegum till. n., sem samdi frv., var gert ráð fyrir því að borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjórar væru formenn byggingarnefnda. Þessu breytti ég í frv. Segi svo í 1. mgr. 6. gr., að byggingarnefnd skuli „skipuð 3, 5 eða 7 mönn­um eftir ákvörðunum sveitarstjórnar. Sveitar­stjórn kýs menn í byggingarnefnd, aðalmenn og varamenn, samkv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga. N. skiptir með sér verkum.“ Nefndinni er því frjálst að velja sér þann formann sem hún vill, en er ekki bundin við borgarstjóra eða bæjar­stjóra eða staðgengla þeirra.

Á bls. 12 í grg., nokkru fyrir neðan miðja síðu, segir: „Frv. þetta er óbreytt eins og það var afhent félmrn. af hálfu n., sem samdi það, að öðru leyti en því, að breytt hefur verið 1. mgr. 6. gr. frv. að því er varðar kosningu manna í byggingarnefnd.“

Ég held að með þessari breytingu sé gengið alveg til móts við ábendingu hv. þm.