28.04.1977
Sameinað þing: 82. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3910 í B-deild Alþingistíðinda. (2904)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Umræðan fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða hálfa klukkustund. Umferðir verða tvær, 15 mínútur í hvorri. Röð flokkanna verður þessi. Í fyrri umferð: Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Í síðari umferð: Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðu­flokkur, Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir SF, í fyrri umferð Magnús Torfi Ólafsson, 3. landsk. þm., og í síðari umferð Karvel Pálma­son, 5. þm. Vestf. Fyrir Framsfl. í fyrri umferð Ólafur Jóhannesson dómsmrh. og í síðari umferð Halldór E. Sigurðsson landbrh. Fyrir Alþb. í fyrri umferð Lúðvík Jósepsson, 2. þm. Austurl., og í síðari umferð Eðvarð Sigurðsson, 7. þm. Reykv. Fyrir Alþfl. í fyrri umferð Benedikt Gröndal, 2. landsk. þm., og í síðari umferð Gylfi Þ. Gíslason, 9. þm. Reykv. Fyrir Sjálfstfl. í fyrri umferð Geir Hallgrímsson forsrh. og í síðari umferð Sverrir Hermannsson, 3. þm. Austurl.

Hefst nú umr. og tekur fyrstur til máls hv. 3. landsk. þm., Magnús Torfi Ólafsson, og talar af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.