29.04.1977
Sameinað þing: 83. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3967 í B-deild Alþingistíðinda. (2937)

14. mál, innlend jarðefni til iðnaðarframleiðslu

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti Ég vildi aðeins þakka hv. atvmn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Ég er samþykkur þeirri viðbótartill. sem n. flytur við till. Það er von mín að þessi till. verði mál­efninu til styrktar, að innlend jarðefni verði rannsökuð og þau verði nýtt þannig að úr þeim megi vinna verðmæti ekki aðeins til innlendra nota, heldur einnig til útflutnings. Og það er það sem þessi till. fer fram á. Það er vitað mál að iðnrn. leggur mikið upp úr því að fá vilja­yfirlýsingu Alþingis um þessa till. Það er, held ég, enginn vafi á því, að það er mikið verkefni fyrir höndum að rannsaka innlend jarðefni og að vinna úr þeim verðmæti.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta, en þakka hv. n. fyrir afgreiðslu málsins.