29.04.1977
Sameinað þing: 83. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3969 í B-deild Alþingistíðinda. (2944)

59. mál, málefni þroskaheftra

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Ég hleyp hér í skarðið vegna fjarveru frsm. og mæli fyrir áliti allshn. um till. til þál. um heildarlöggjöf varðandi málefni þroskaheftra. Þetta mál hefur verið talsvert rætt á fundum n. og eru því gerð ítarleg skil í nál. á þskj. 560 sem ég sé nú ekki ástæðu til að fara að rekja sérstaklega. En það er einróma till. allshn.þáltill. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.