29.04.1977
Efri deild: 75. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3978 í B-deild Alþingistíðinda. (2957)

146. mál, tékkar

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt frv. til 1. um viðauka við lög nr. 94 19. júní 1933, um tékka, en þessi við­auki fjallar um refsiákvæði og er þar gert ráð fyrir að þeim, sem gefa út tékka án þess að innistæða sé fullnægjandi fyrir honum eða án sérstakrar ástæðu afturkalla tékka eða ráðstafa innistæðu og hindra á þann hátt að tékki, sem hann hefur gefið út, greiðist við sýningu, skuli refsað með sektum eða allt að 3 mánaða fangelsi.

N. hefur rætt þetta frv. á nokkrum fundum og orðið sammála um að mæla með því að frv. verði samþ. óbreytt.